Árgangamót leikskólanna var í dag

Leikskólarnir á Akranesi héldu árgangamót í dag þar sem hver árgangur hittist á ákveðnum leikskóla. Börnin áttu mjög góða stund saman, borðuðu pylsur og léku sér saman. Að sögn Margrétar Þóru Jónsdóttur leikskólastjóra á Teigaseli hafa árgangamót verið haldinu í nokkur ár og alltaf heppnast mjög vel. Börnin eru glöð að hitta jafnaldra sína á öðrum leikskólum og fá að kynnast.

Líkar þetta

Fleiri fréttir