Á tveimur hjólum í gegnum Kambódíu

Hallgrímur Guðsteinsson var sólbrúnn, eins og Íslendingur sem er nýkominn úr sólinni á Spáni, þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hann að máli í Dularfullu búðinni á Akranesi í síðustu viku. En Hallgrímur fann ekki sólina á Spáni, eins og holskefla af Íslendingum gerði um páskana. Hann fann hana í Kambódíu í tíu daga mótorhjólaferð í byrjun mars. „Það var hugmynd að kíkja í einhverja ferð þarna austur frá,“ segir Hallgrímur með brosi á vör. Hann var einn í hópi níu manna úr mótorhjólaklúbbnum Sober Riders MC sem fór í ferðina til Kambódíu. Félagarnir keyptu ferðapakka af tælensku fyrirtæki, sem heitir Big Bike Tours og skipuleggur ferðir sem þessar fyrir erlenda ferðamenn.

Sjá myndskreytta ferðasögu Hallgríms í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir