Hljómsveitin Pési og breiðnefirnir er fulltrúi Menntaskóla Borgarfjarðar í keppninni.

Söngkeppni framhaldsskólanna á Akranesi á laugardag

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin næstkomandi laugardag, 28. apríl, í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Alls munu 24 framhaldsskólar senda atriði til keppni, þar af þrír framhaldsskólar af Vesturlandi; Menntaskóli Borgarfjarðar, Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi.

Hljómsveitin Pési og breiðnefirnir er fulltrúi Menntaskóla Borgarfjarðar. Sveitina skipa Þórður Brynjarsson, Snæþór Bjarki Jónsson, Pétur Snær Ómarsson og Kristján Guðmundsson. Piltarnir ætla að flytja lagið Mescalin sem hljómsveitin Egó gerði frægt hér á árum áður.

Fulltrúar Fjölbrautaskóla Snæfellinga eru þær Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir og Amelía Rún Gunnlaugsdóttir. Þær ætla að syngja dúettinn No Peace eftir Sam Smith og Yebba.

Fulltrúar Fjölbrautaskóla Vesturlands eru Rakel Eyjólfsdóttir og María Einarsdóttir. Þær ætla að flytja lagið Emmylou eftir sænska þjóðlagadúettinn First Aid Kit.

Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir og Amelía Rún Gunnlaugsdóttir keppa fyrir Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Fulltrúar Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi eru Rakel Eyjólfsdóttir og María Einarsdóttir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira