Úlfar Lúðvíksson hefur verið lögreglustjóri á Vesturlandi undanfarin fjögur ár. Hann segir sameiningu lögregluembættanna á Vesturlandi hafa tekist vel og sé mjög jákvæð breyting. Ljósm. klj.

„Sameining lögregluembættanna hefur verið til bóta“

Embætti lögreglustjórans á Vesturlandi tók til starfa 1. janúar 2015 í kjölfar þess að gerðar höfðu verið breytingar á embættum sýslumanna með stofnun sjö nýrra lögregluembætta í landinu sem tóku við starfsemi lögreglu sem áður tilheyrðu embættum sýslumanna. Fyrir stofnun embættisins voru þrír lögreglustjórar starfandi á Vesturlandi. Höfðu þeir aðsetur á Akranesi, í Borgarnesi og Stykkishólmi. Aðalstöð lögreglustjóra er nú í Borgarnesi og aðrar lögreglustöðvar eru á Akranesi, í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi og Búðardal. Úlfar Lúðvíksson gegnir starfi lögreglustjóra en var áður sýslumaður á Patreksfirði og Ísafirði og lögreglustjóri á Vestfjörðum. Þar áður var hann skrifstofustjóri og staðgengill sýslumannsins í Reykjavík. Úlfar hefur nú gegnt starfinu í á fimmta ár og segir nokkuð góða reynslu komna á nýtt embætti og þær sameiningar sem áttu sér stað sem hann segir hafa verið framfaraspor í löggæslumálum hér á landi. Verkefni við sameiningu voru mörg og huga þurfti að ýmsum þáttum í rekstri nýs embættis.

Blaðamaður Skessuhorns settist í liðinni viku niður með Úlfari á skrifstofu hans og ræddi meðal annars um sameiningu lögregluliða, nýja lögreglusamþykkt, helstu verkefni lögreglunnar á Vesturlandi og þær áskoranir sem fylgja aukinni umferð á þjóðvegunum.

Sjá ítarlegt viðtal í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir