Pop-up vinnustofa til stuðnings Safnahúsi

Síðastliðinn föstudag settu fjórir listamenn upp svokallað Pop-up vinnustofu í Safnahúsinu við Bjarnarbraut í Borgarnesi. Þar unnu listamennirnir að verkum sínum auk þess sem tveir þeirra buðu gestum upp á að mála eða teikna af þeim myndir sem svo var hægt að kaupa til styrktar Safnahúsinu. Tilgangurinn með vinnustofunni var bæði að afla fjár og vekja athygli á starfsemi og mikilvægi Safnahússins. Myndlistarkonan Cristina Cotofana átti hugmyndina að viðburðinum og stóð fyrir honum, en verk eftir hana hafa til skamms tíma verið til sýnis í Hallsteinssal. Með Cristinu voru Josefina Morell, Frans Van de Reep og Michelle Bird en þau eru öll búsett í Borgarfirði.

Blaðamaður Skessuhorns mætti á viðburðinn. Sjá ítarlega frásögn í máli og myndum í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir