Vesturlandsvegur á Kjalarnesi. Ljósm. úr safni.

Unnið við viðgerðir á Kjalarnesi

Í dag, þriðjudaginn 24. apríl frá kl. 10.00 og fram eftir degi verður unnið við viðgerðir á Vesturlandvegi, á milli Grundarhverfis á Kjalarnesi og Hvalfjarðarganga. Þrengt verður að umferð við vinnusvæðin og umferð stýrt framhjá ef þarf á meðan framkvæmdum stendur. „Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

 

Næturlokun í Hvalfjarðargöngum

Minnt er á að Hvalfjarðargöng eru lokuð yfir nóttina þessa viku, vegna viðhalds og þrifa. Lokað verður frá miðnætti til kl. 6 að morgni fram á föstudagsmorgun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira