Svipmynd frá strandhreinsunarátaki á Snæfellsnesi í maí á síðasta ári. Ljósm. úr safni.

Strandhreinsunarátaki hleypt af stokkunum

Landvernd og Blái herinn hleypa strandhreinsunarátakinu „Hreinsum Ísland“ af stokkunum í annað sinn á Degi umhverfisins á morgun, 25. apríl. „Dagana 25. apríl – 6. maí vekja Landvernd og Blái herinn athygli á þeim hættum sem fylgja plastmengun í hafi. Landsmenn eru hvattir til að skipuleggja sínar eigin strandhreinsanir og má skrá sig til leiks á hreinsumisland.is en þar má finna góðar leiðbeiningar um hvernig skipuleggja megi hreinsun á árangursríkan hátt, í sátt við menn og náttúru. Vonumst við til þess að sem flestir leggi hönd á plóg og taki þátt í að minnka plastmengun. Hvetjum við fólk til að nota minna plast, kaupa minna og auka endurvinnslu. Allir sem skrá sína hreinsun geta fengið hana birta á Íslandskort átaksins,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir