Haraldur Jónsson útgerðarmaður á Akranesi var nýverið að yfirfara grásleppunetin. Hann hyggst leggja net út af Mýrum síðar í vor.

Líkur á að grásleppuvertíðin verði lengd

Í frétt Fiskistofu í síðustu viku segir að von sé á reglugerð frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem leyfi til grásleppuveiða verða lengd úr 32 dögum í 44. Eins og kunnugt er var heimilt að hefja veiðar 1. apríl sl. í Faxaflóa, á utanverðum Breiðafirði og Vestfjörðum, en innanverður Breiðafjörður verður opnaður til veiðanna 20. maí.

Líkar þetta

Fleiri fréttir