Aðalfundur Hollvinasamtaka Borgarness á miðvikudaginn

Aðalfundur Hollvinasamtaka Borgarness verður haldinn miðvikudaginn 25. apríl kl. 20:00 í samkomusal Stéttarfélags Vesturlands. Á dagskrá er kosning stjórnar, skýrsla formanns og lagðir fram reikningar. Þá verður rætt um skipulag Brákarhátíðar sem og önnur mál. Hollvinasamtökin eru opin öllum þeim sem áhuga hafa á að styðja málefni til hagsbóta fyrir íbúa Borgarness og nærsveita. Helsta verkefni samtakanna hefur verið að halda utan um skipulag Brákarhátíðar og afla fjár og vinna að ýmsum verkefnum í samstarfi við sveitarfélagið. „Við hvetjum ykkur til að fjölmenna á fundinn og koma með hugmyndir um hvaðeina til að fegra bæinn okkar og gera hann skemmtilegri. Við köllum sérstaklega eftir áhugsömum um að taka sæti í stjórn,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Núverandi stjórn skipa: Eiríkur Þór Theodórsson formaður, Sigríður Margrét Guðmundsdóttir gjaldkeri og Geir Konráð Theodórsson meðstjórnandi.  Þau gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu en munu vera nýrri stjórn til aðstoðar eftir þörfum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir