Oddur S. Jakobsson, hagfræðingur KÍ, Guðbjörn Björgólfsson, Þorbjörn Rúnarsson, Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir, Guðríður Arnardóttir, formaður FF, Elna Katrín Jónsdóttir, Snjólaug Elín Bjarnadóttir, formaður FS, Sólveig Ebba Ólafsdóttir og Brynjólfur Eyjólfsson.

Framhaldsskólakennarar sömdu

Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum skrifuðu í gærkvöldi undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við ríkið. Skrifað var undir samninginn með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Launaliður samningsins er til samræmis við launalið þeirra kjarasamninga sem stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa skrifað undir síðustu mánuði. Samningstíminn er stuttur, eða út mars 2019. Í viðauka við samkomulagið er fjallað um ferli breytinga á vinnumati.

Samhliða kjarasamningi liggur fyrir samkomulag við mennta- og menningarmálaráðherra um að 350 til 400 milljónum skuli varið til endurmats á vinnumati þeirra áfanga sem falla undir meginbreytingu á námstíma til stúdentsprófs. Samningurinn verður nú kynntur félagsmönnum FF og FS og hefur formaður Félags framhaldsskólakennara þegar sent bréf á félagsmenn og farið nánar yfir sérstök atriði samningsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mottumars er hafinn

Átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars, var formlega hrundið af stað síðastliðinn föstudag. Átakið snýst um, eins og landsmenn þekkja, krabbamein í körlum.... Lesa meira