
Framsóknarmenn í Borgarbyggð samþykkja framboðslista
Framsóknarfokkurinn í Borgarbyggð samþykkti framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí næstkomandi á félagsfundi sem haldinn var í gærkvöldi. Guðveig Anna Eyglóardóttir skipar áfram forystusæti listans og í þriðja sæti er Finnbogi Leifsson bóndi í Hítardal. Nýir fulltrúar skipa önnur af efstu sætum listans. Davíð Sigurðsson bóndi og framkvæmdastjóri Hjólbarðaþjónustu Harðar er í öðru sæti en í fjórða sæti listans er Sigrún Sjöfn Ámundadóttir lögreglumaður og körfuboltakona.
Í heild er listinn þannig:
- Guðveig Anna Eyglóardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi og hótelstjóri
- Davíð Sigurðsson, framkvæmdastjóri og bóndi
- Finnbogi Leifsson, sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi
- Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, lögreglumaður og körfuboltakona
- Orri Jónsson, verkfræðingur
- Sigrún Ólafsdóttir, bóndi og tamningamaður
- Einar Guðmann Örnólfsson, sauðfjárbóndi
- Kristín Erla Guðmundsdóttir, húsmóðir og húsvörður
- Sigrún Ásta Brynjarsdóttir, nemi
- Hjalti Rósinkrans Benediktsson, umsjónarmaður kennslukerfa
- Pavle Estrajher, náttúrufræðingu
- Sigurbjörg Kristmundsdóttir, viðskiptafræðingur
- Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður
- Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, nemi
- Þorbjörg Þórðardóttir, eldriborgari
- Höskuldur Kolbeinsson, bóndi og húsasmiður
- Sveinn Hallgrímsson, eldriborgari
- Jón G. Guðbjörnsson, eldriborgari.