Óskað tilnefninga um framúrskarandi unga Íslendinga

Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar eru veitt árlega af JCI Íslandi. Þau eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. „Þetta er hvatning og viðurkenning fyrir ungt fólk sem kemur til með að hafa áhrif í framtíðinni,“ segir í tilkynningu frá JCI Íslandi. „Framtíðarsýn JCI Íslands fyrir verðlaunin er sú að þau skapi sér sess í íslensku þjóðlífi. Veki athygli á ungu fólki sem starfar af eldmóð, heilindum og ósérhlífni án þess endilega að hafa hlotið athygli almennings og verði þeim sem þau hljóta hvatning til frekari dáða og veki athygli á verkum þeirra.“

Á hverju ári biður JCI almenning um aðstoð við að finna framúrskarandi ungt fólk á aldrinum 18-40 ára. Leitað er að einstaklingum sem hafa skarað framúr á sínu sviði, verið góðar fyrirmyndir og gefið af sér til samfélagsins.

 

Tilnefnt er í eftirfarandi tíu flokkum:

  1. Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði.
  2. Störf á sviði stjórnmála, ríkismála og/eða lögfræði.
  3. Leiðtogar/afrek á sviði menntamála.
  4. Störf /afrek á sviði menningar.
  5. Störf á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála.
  6. Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.
  7. Störf á sviði mannúðar- eða sjálfboðaliðamála.
  8. Störf á sviði tækni og vísinda.
  9. Einstaklingssigrar og/eða afrek.
  10. Störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði.

 

Hægt er að senda inn tilnefningar með að smella á þennan link: http://framurskarandi.is/vilt-thu-tilnefna/#tilnefna

Líkar þetta

Fleiri fréttir