Húsnæði Hótels Varmalands eins og þar var umhorfs síðastliðinn sunnudag. Á myndinni má sjá glerviðbyggingu við húsið. Þar á efstu hæð verður matsalur með 360 gráðu útsýni um Borgarfjörðinn. Ljósm. Skessuhorn/mm

Hótel Varmaland verður opnað í lok maí

Stefnt er að opnun Hótels Varmalands seinni partinn í maímánuði. Breytingar á húsnæði gamla Húsmæðraskólans í 60 herbergja hótel hafa staðið yfir í rúmt ár en eru nú á lokametrunum. „Framkvæmdir hafa gengið vel undanfarið. Við erum örlítið á eftir áætlun en stefnum að því að opna fyrir háannatímann. Fyrstu hóparnir eru væntanlegir til okkar í lok maí. Við ætlum reyndar að opna formlega um miðjan maímánuð en viljum gefa okkur smá svigrúm til að allt verði örugglega klappað og klárt áður en gestirnir koma,“ segir Magnús Már Hauksson, aðstoðamaður eigenda Hótels Varmalands, í samtali við Skessuhorn.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir