Fluttu ættjarðarljóð á samkomu í Safnahúsi

Á sumardaginn fyrsta flutti um 30 nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar 16 ný lög við allt að 150 ára gömul ljóð. Fullur salur var í Safnahúsi meðan flutningurinn var, alls um 100 manns. Auk þess var boðið upp á kaffiveitingar.

Tónleikarnir voru hluti af dagskrá 100 ára afmælis fullveldis Íslands á landsvísu og þess vegna fjölluðu ljóðin sem lágu til grundvallar öll um ástina til landsins. Þau valdi Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörður. Elsta ljóðskáldið var fætt árið 1838, en það var Júlíana Jónsdóttir sem var fyrst allra íslenskra kvenna að gefa út skáldrit á Íslandi, ljóðabókina Stúlku, árið 1876. Júlíana var fædd 1838 á Búrfelli í Hálsasveit en ólst upp á Rauðsgili í sömu sveit.

Líkar þetta

Fleiri fréttir