Hér snúa þau Gunnlaug Birta og Darren Gíslason baki í myndavélina og sýna hvernig þau eru bæði merkt Íslandi. Darren er afkomandi Vestur-Íslendings.

„Ef Sunna verður ekki vöknuð klukkan átta skaltu ýta við hana“

Íslenskan liggur ekki jafn vel fyrir öllum landsmönnum en margir eiga erfitt með ýmsar málfars- og stafsetningarreglur sem fylgja tungumálinu. Þá er þágufallssýki stundum sögð hrjá marga innfædda. Við sem höfum alist upp með íslenskuna sem aðal tungumál eigum þó yfirleitt ekki í miklum vandræðum með að tala málið án þess að vanþekking okkar á ákveðnum reglum komi fram. Það sama er ekki alltaf hægt að segja um þá sem hafa annað móðurmál en þeir eiga oft erfitt með að tala íslensku eins og innfæddir. Þetta málefni gerði Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir að efni í lokaritgerð sinni til BA-prófs í íslensku við Háskóla Íslands.

Í verkefni sínu kannaði Gunnlaug Birta meðal annars algengar málfarsvillur þeirra sem hafa íslenskuna ekki að móðurmáli. Algenga villu þeirra má sjá í fyrirsögninni hér að ofan.

Sjá viðtal við Gunnlaugu Birtu í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir