
Vilja þróa kvennadeildina áfram
Fyrir rúmlega hálfu ári var kvennadeildin á Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) sett í hendur nýrra kvensjúkdómalækna. Konráð Lúðvíksson og Edward Keirnan létu af störfum á síðasta ári eftir að hafa byggt upp öflugt starf á deildinni. Hrund Þórhallsdóttir tók við starfi yfirlæknis á kvennadeildinni og Katharina Shumacher tók við sem sérfræðingur. Báðar luku þær sérfræðinámi erlendis; Hrund við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Svíþjóð og Katharina í heimalandi sínu, Þýskalandi. Þær eru sammála um að starfið sem unnið er á kvennadeildinni og sjúkrahúsinu öllu sé til fyrirmyndar og það sé mikil gleði að koma inn í starfsumhverfi þar sem allir samstarfsfélagar séu jákvæðir og samhentir. Þá gerir smæð vinnustaðarins það að verkum að samstarf verður nánara. Blaðamaður settist nýverið niður með þeim og ræddi um hvernig það er að koma inn í nýtt starf á litlu sjúkrahúsi og hvernig þær sjá framtíð deildarinnar fyrir sér.
Sjá Skessuhorn vikunnar.