Skjáskot af tölvupósti sem sendur var út í morgun.

Margvíslegar leiðir reyndar til fjársvika

Að minnsta kosti tvenn hjón, sem bæði reka fyrirtæki á Akranesi, fengu nýverið tölvupósta frá þrjótum sem reyna allt hvað þeir geta til að svíkja út fé. Meðfylgjandi er skjáskot af öðrum tölvupóstinum sem barst eiginkonu ritstjóra Skessuhorns í morgun. Pósturinn er skrifaður í nafni eiginmannsins sem biður um að 18.950 evrur séu millifærðar inn á banka í London. Ástæða er til að vara við skilaboðum frá tölvuþrjótum af þessu tagi, en lögreglu hefur verið gert viðvart.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira