Guðný Baldvinsdóttir er hér á basar íbúa á Brákarhlíð í nóvember á síðasta ári. Þar voru prjónaðir tvíþumla vettlingar eftir hana til sölu. Ljósm. Skessuhorn/mm

Guðný frá Grenjum er 104 ára í dag

Guðný Baldvinsdóttir frá Grenjum á Mýrum verður 104 ára í dag, 18. apríl. Hún er við góða heilsu og líklega sá íbúi í Brákarhlíð sem fer reglulegast út til hreyfingar og til að njóta hreina loftsins. Jónas Ragnarsson sem heldur úti vefnum Langlífi segir í samtali við Skessuhorn að enginn íbúi Borgarness hafi orðið eldri en Guðný. Næsthæstum aldri náði Herdís Einarsdóttir, sem dó árið 1965. Herdís lifði í 103 ár og 152 daga. Aðeins einn Borgfirðingur hefur orðið eldri en Guðný frá Grenjum. Það var Þórdís Þorkelsdóttir, Skagfirðingur að uppruna sem lengstum bjó í Fljótum, en flutti í Flókadal í Borgarfirði á efri árum þar sem hún bjó í skjóli dætra sinna sem þar bjuggu. Þórdís var 105 ára og 105 daga þegar hún lést, snemma árs 2001.

Líkar þetta

Fleiri fréttir