Bjóða út tjaldstæðarekstur í Kalmansvík

Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í leigu á landi undir rekstur tjaldsvæðisins í Kalmansvík. Nýr leigutaki mun þá taka við svæðinu fyrir opnun í ár sem alla jafnan er 1. maí og samningstímabilið er tvö ár með kost á framlengingu. Í auglýsingu í Skessuhorni í dag segir að tilboðin verði opnuð mánudaginn 30. apríl klukkan 11, degi áður en tjaldsvæðið er alla jafnan opnað. „Öllum tilboðum skal skilað á sérstöku tilboðseyðublaði undir heitinu Akranes – leiga á landi undir rekstur tjaldsvæðisins í Kalmansvík.“ Sjá nánar í Skessuhorni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir