Vesturlandssýning í Faxaborg á föstudaginn

Vesturlandssýning verður haldin föstudaginn 20. apríl klukkan 20:00 í Reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi. Ræktunarbú af svæðinu koma fram og börn og unglingar sýna hesta sína. „Nokkrir glæsilegir stóðhestar af Vesturlandi munu mæta á svæðið. Grínatriði og fleira óvænt verður í boði. Veitt verða peningaverðlaun í boði Borgarverks og Límtré-Vírnets, kr. 100.000 fyrir þann hest sem fer hraðast í gegnum höllina á skeiði. Skráning skeiðhesta er hjá Heiðu Dís Fjeldsted í síma 862-8932. Forsala aðgöngumiða hófst mánudaginn 16. apríl í Líflandi Borgarnesi. Miðaverð er 2500 kr,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Strompurinn fallinn

Sementsstrompurinn á Akranesi var sprengdur kl. 14:16 í dag. Sprakk sprengihleðsla í um 25 metra hæð og eftir það féll... Lesa meira