Hvalur flensaður í Hvalstöðinni. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

Stefnt að hvalveiðum í sumar

Eftir tveggja ára hlé er útlit fyrir að hvalveiðar hjá Hvali hf. hefjist að nýju frá Hvalfirði í sumar. Frá því var greint í Morgunblaðinu í dag að stefnt sé að veiðar hefjist 10. júní. Leyfi er til veiða á 161 langreyði á þessari vertíð en auk þess má nota hluta af ónýttum kvóta síðasta árs. Megnið af hvalaafurðum undanfarinna vertíða hafa verið seldar til Japan. Hvalur hf. hefur nú í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóla Íslands unnið að þróun á járnríku fæðubótarefni úr hvalkjöti. Við slíka vinnslu verður kjötið frostþurrkað og malað. Slík vinnsla krefst mikilla rannsókna og dýrs tækjabúnaðar. Afurðin mun nýtast fólki sem þjáist af blóðleysi og eru miklar vonir bundnar við þessa nýjung við sölu hvalaafurða. Þá er einnig unnið að þróun gelatíns úr beinum og hvalspiki til lækninga og í matvæli.

Líkar þetta

Fleiri fréttir