Lýst eftir strokufanga

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lýst eftir Sindra Þór Stefánssyni, en hann strauk frá fangelsinu að Sogni aðfararnótt þriðjudags. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar síðastliðnum vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum tölvuþjófnaði úr nokkrum gagnaverum, m.a. þjófnaði á 28 tölvum úr gagnaveri í Borgarnesi.

Sindri er 192 cm á hæð, íþróttamannslega vaxinn með skolleitt hár og skegghýjung. Talið er að hann hafi strokið frá Sogni kl. 01:00 aðfararnótt þriðjudags. Lögregla biður þá sem geta veitt upplýsingar um ferðir hans frá þeim tíma að hafa samband við lögreglu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir