Lýst eftir strokufanga

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lýst eftir Sindra Þór Stefánssyni, en hann strauk frá fangelsinu að Sogni aðfararnótt þriðjudags. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar síðastliðnum vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum tölvuþjófnaði úr nokkrum gagnaverum, m.a. þjófnaði á 28 tölvum úr gagnaveri í Borgarnesi.

Sindri er 192 cm á hæð, íþróttamannslega vaxinn með skolleitt hár og skegghýjung. Talið er að hann hafi strokið frá Sogni kl. 01:00 aðfararnótt þriðjudags. Lögregla biður þá sem geta veitt upplýsingar um ferðir hans frá þeim tíma að hafa samband við lögreglu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Lóan er komin, þessi boðberi sumars og hlýnandi veðurs, mætti á Vesturlandið í liðinni viku. Myndina tók Sólveig Jóna Jóhannesdóttir... Lesa meira