Svipmynd frá stofnfundinum. Ljósm. FKA.

Stofnuðu Félag kvenna í atvinnurekstri á Akranesi

Fimmtudaginn 12. apríl síðastliðinn var boðað til stofnfundar Félags kvenna í atvinnurekstri á Akranesi og nágrenni. Tilgangur með stofnun félagsins er að efla tengslanet kvenna sem stýra og stjórna fyrirtækjum ásamt því að standa fyrir fræðslufundum og fyrirlestrum. Fundurinn var vel sóttur. Tuttugu konur úr hinum ýmsu geirum atvinnulífsins mættu á þennan fyrsta fund, bæði stjórnendur og eigendur. Niðurstaða fundarins var að skipa fimm manna stjórn en hana skipa Anna Júlía Þorgeirsdóttir, Karen Jónsdóttir, Kristbjörg Traustadóttir, Sandra Margrét Sigurjónsdóttir og Steinunn Eva Þórðardóttir.

Næsti fundur í hinu nýja félagi er boðaður 24. apríl næstkomandi kl. 20 á Café Kaja, en þar gefst konum m.a. tækifæri á að kynnast starfsemi FKA, taka þátt í stefnumótun og skrá sig í félagið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir