Opinn fundur um niðurstöður umhverfisvöktunar á Grundartanga

Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um niðurstöður eftirlits og umhverfisvöktunar á Grundartanga. Fundurinn verður á morgun, þriðjudaginn 17. apríl að Hótel Glym í Hvalfjarðarsveit. Fundurinn hefst klukkan 15:30 og er haldinn þar sem kveðið er á í starfsleyfum tiltekinna stærri fyrirtækja að boða skuli til opins kynningarfundar um umhverfisvöktun og losun af völdum starfseminnar.

Dagskrá fundarins er þannig að Björgvin Helgason oddviti og fundarstjóri setur fundinn. Guðbjörg Stella Árnadóttir frá Umhverfisstofnun kynnir eftirlit Umhverfisstofnunar og Halla Einarsdóttir frá Umhverfisstofnun kynnir niðurstöður eftirlits og mælinga á losun iðjuveranna 2017. Eva Yngvadóttir frá Eflu verkfræðistofu fjallar um niðurstöður umhverfisvöktunarinnar. Þá flytja þær Steinunn Dögg Steinsen frá Norðuráli og Sigurjón Svavarsson frá Elkem Ísland erindi. Umræður verða að loknum framsögum. Umhverfisstofnun segir alla velkomna á kynningarfundinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir