Svipmynd frá því þegar ritað var undir skipulagsskrá nýrrar sjálfseignarstofnunar.

Lyfjaeftirliti Íslands komið á fót


Starfsemi lyfjaeftirlits á Íslandi var færð í sérstaka sjálfseignarstofnun í liðinni viku þegar Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Lárus Blöndal forseti ÍSÍ, skrifuðu undir skipulagsskrá Lyfjaeftirlits Íslands. Lyfjaeftirlit Íslands mun skipuleggja og framkvæma lyfjaeftirlit og birta og kynna bannlista um efni sem óheimilt er að nota í íþróttum. Stofnunin mun einnig standa að fræðslu og forvörnum gegn lyfjamisnotkun og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi í tengslum við baráttuna gegn lyfjamisnotkun í íþróttum. Stofnuninni er ætlað að hvetja til rannsókna sem tengjast starfi þess og markmiðum, vekja athygli á málaflokknum og taka þátt í umræðum um hann.

Líkar þetta

Fleiri fréttir