Lentu í sjálfheldu skammt frá Arnarstapa

Þyrla Landhelgisgæslunnar var í nótt kölluð á utanvert Snæfellsnes. Tveir ferðamenn höfðu komist í sjálfheldu í klettabelti í Botnsfjalli rétt austan við Arnarstapa. Lögregla og björgunarsveitarfólk mátu aðstæður þannig að rétt væri að kalla út þyrlu klukkan eitt um nóttina enda skollið á myrkur og aðstæður til björgunar af landi því erfiðar. Þyrlan var mætt um klukkan hálf þrjú á svæðið og gekk björgun mannanna niður af fjallinu fljótt og vel. Ekkert amaði að mönnunum, en þeim var þó orðið dálítið kalt.

Líkar þetta

Fleiri fréttir