Vefurinn Ljósborg nú aðgengilegur

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar 12. apríl síðastliðinn var opnaður nýr upplýsingavefur um lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu; Ljósleiðari Borgarbyggðar. Hann er tengdur inn á vef Borgarbyggðar undir heitinu „Ljósborg“. „Á vefnum er að finna margháttaðar upplýsingar sem tengjast verkefninu og fréttir verða settar inn eftir því sem því vindur fram,“ segir í tilkynningu. „Ýmsar upplýsingar er þar að finna um eðli þessa mikla verkefnis og síðan hefur verið byggt upp yfirlit um algildar spurningar og svör. Að lokum er gefinn möguleiki á að senda inn fyrirspurnir. Það eru bundnar vonir við að þessi uppsetning auðveldi þeim sem málið varðar möguleika á að fylgjast með og aðgengi að upplýsingum verði bætt.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir