Ljósm. úr safni; Steina Matt.

Óháður aðili metur valkosti í vegagerð

Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd Reykhólahrepps samþykkti mánudaginn 9. apríl tillögu þess efnis að fresta breytingum á aðalskipulagi og fá óháða verkfræðistofu, helst erlenda, til að meta og fara yfir valkosti í vegagerð í Gufudalssveit. „Ekki hafa verið fengnir hlutlausir óháðir fagaðilar til að meta hvort draga megi úr kostnaði og auka umferðaröryggi jarðgangaleiðar undir Hjallaháls t.d. með styttri göngum og breyttri veglínu í vestanverðum Djúpafirði, eingöngu hefur verið stuðst við upplýsingar frá framkvæmdaaðila sem vill og ætlar sér að fara leið Þ-H. Einnig liggur fyrir undirskriftalisti frá íbúum þar sem farið er fram á að könnuð verði enn frekar leið sem tengir Reykhóla betur við Vestfjarðarveg,“ eins segir í tillögunni.

Sveitarstjórn fjallaði um tillöguna á fundi sínum sl. miðvikudag, 11. apríl. Var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur, að láta meta kosti varðandi vegagerð í Gufudalssveit. Sveitarstjórn samþykkti hins vegar ekki að fresta breytingum á aðalskipulag en að skipulagsvinnu verði ekki frestað eins og gert var ráð fyrir í tillögu nefndarinnar. „Sveitarstjórn samþykkir að láta gera mat, eins og fram kemur í bókun skipulagsnefndar, það verði þó ekki til þess að fresta skipulagsvinnunni, heldur vinnist matið samhliða,“ eins og segir í samþykkt sveitarstjórnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira