Mikill verðmunur á umfelgunum

Nú stendur yfir tími umfelgana þegar bíleigendur skipta sumardekkjunum inn fyrir vetrardekkin. Verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi 10. apríl sl. könnun á verði fyrir umfelganir. Í ljós kom að allt að 117% munur, eða 8.050 kr., var á umfelgun fyrir bíla með dekkjastærðina 265/60R18 (stórir jeppar með 18‘‘ dekk). Könnunin var framkvæmd á 30 hjólbarðaverkstæðum víðsvegar um landið og var Bifreiðaverkstæðið Stormur á Patreksfirði oftast með lægsta verðið, eða í 9 tilvikum af 10 tilfellum. Klettur var oftast með það hæsta eða í 5 tilvikum af 10. Fyrirtækin Sólning, Dekkjahöllin, Gúmmívinnustofan, Toyota Selfossi, Hjólbarðaverkstæði Magnúsar – Selfossi og Höldur á Akureyri neituðu öll að upplýsa fulltrúa Verðlagseftirlitsins um verð á þeirri þjónustu sem þau selja neytendum. Af þeim sökum er rík ástæða fyrir bíleigendur að bera saman verð á þessari þjónustu, en það er réttur neytenda að fá upplýsingar um verð á þjónustu og vöru og grundvöllur heilbrigðrar samkeppni á markaði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira