Hrefna Björnsdóttir eigandi verslunarinnar Hans og Grétu mun í byrjun næsta mánaðar flytja verslunina í nýtt og stærra húsnæði í sama rými og verslunin Model. Ljósm. arg.

Verslunin Hans og Gréta opnar senn í Model

Verslunin Hans og Gréta á Akranesi verður flutt í nýtt og stærra húsnæði í byrjun næsta mánaðar. Verslunin er nú staðsett við Smiðjuvelli 32, í sama húsæði og Bónus, en mun flytja í sama rými og verslunin Model er til húsa, við Þjóðbraut 1. Nýja húsnæðið er um 200 fermetrar að stærð og því um töluverða stækkun að ræða. „Ég stefni á að opna verslunina á nýjum stað föstudaginn 11. maí. Verslunarrýmið á nýja staðnum er um helmingi stærra en það sem við erum í núna. Það verður kærkomið að fá þetta rými og mun ég nýta það vel til að bæta vöruúrval. Ég ætla að taka inn fatnað fyrir fullorðna og unglinga auk þess sem ég mun taka inn meira af ungbarnavörum eins og leikteppum, gjafapúðum og slíkt. Ég ætla einnig að bæta við nokkrum spennandi vörumerkjum og mun t.d. taka inn bæði Adidas og Speedo fyrir alla aldurshópa,“ segir Hrefna Björnsdóttir eigandi verslunarinnar í samtali við Skessuhorn.

Nánar er rætt við Hrefnu og Guðna í Model í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir