Þórarinn Jónsson við Willys 1947, M-32. Ljósm. Þorleifur Geirsson.

Á rúntinum á 71 árs Willys jeppa

Þórarinn Jónsson frá Hamri í Þverárhlíð býr í Borgarnesi. Hann hefur talsvert fengist við að gera upp gamla bíla og dráttarvélar. Í blíðviðrinu í liðinni viku var Þórarinn á rúntinum á Willis árgerða 1947 sem hann hefur nýlega lokið við að gera upp. Fréttaritari Skessuhorns hitti Þórarinn að máli og spurði um bílinn.

Bíll þessi var, að sögn Þórarins, í slæmu ástandi þegar hann fékk hann í hendur og því tók hann ár, með hléum, að gera bílinn upp.

Bíllinn kom nýr að Snældubeinsstöðum í Reykholtsdal og bar lengst af númerið M-267, en fékk númerið M-25 þegar hann var seldur í Borgarnes. Í dag er bíllinn með númerið M-32. Vélin í bílnum er 60 hestafla benzínvél, bíllinn er um tonn að þyngd og skráður fyrir ökumann og þrjá farþega.

Líkar þetta

Fleiri fréttir