Slakað á að loknu góðu verki. Ljósm. úr safni; Steina Matt.

Rekstrarniðurstaða Dalabyggðar jákvæð um 61 milljón króna

Rekstrarniðurstaða Dalabyggðar var jákvæð um sem nemur 61,3 milljónum króna á árinu 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Dalabyggðar. Rekstrartekjur samstæðu A og B hluta voru 895,9 milljónir en rekstrargjöld 796,7 milljónir. Án fjármunatekna og -gjalda var rekstrarniðurstaða jákvæð um 70,7 milljónir. Fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur námu 9,8 milljónum og niðurstaðan því jákvæð um 61,3 milljónir, sem fyrr segir.

Veltufré frá rekstri A og B hluta var 84,4 milljónir og handbært fé 129,1 milljón. Veltufjárhlutfall samstæðunnar var 1,28, eiginfjárhlutfall 0,56, skuldahlutfallið 59% og skuldaviðmiðið 48%. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjárnunum nam 65,6 milljónum. Engin langtímalán voru tekin á árinu 2017. Handbært fé var 93,9 milljónir í ársbyrjun 2017 en 141,8 milljónir í árslok.

Fastafjármunir A og B hluta voru 751 milljón um áramótin, veltufjármunir 245,4 milljónir og eignir alls 1.189 milljónir. Langtímaskuldir Dalabyggðar voru 244,6 milljónir og skammtímaskuldir 191,3 milljónir. Lífeyrisskuldbindingar námu 90,2 milljónum. Skuldir og skuldbindingar nema því samtals 526,2 milljónum króna.

Útsvarsprósentan var 14,52%, sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall fasteignaskatts nam 0,50% í A flokki sem er lögbundið hámark og 1,32% í B flokki sem er lögbundið hlutfall. Í C flokki var álagningarhlutfallið 1,50%. Lögbundið hámark þess er 1,32% en sveitarstjórnir hafa heimild til að hækka hlutfallið í A og C flokki um allt að fjórðung umfram framangreind mörk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir