Þórhildur Þorsteinsdóttir og Jón Gíslason nýr formaður BúVest.

Búgreina- og búnaðarfélög þurfa að ná fótfestu að nýju

Aðalfundur Búnaðarsamtaka Vesturlands fór fram síðastliðinn mánudag. Þá lét Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku af embætti formanns og Jón Gíslaon bóndi á Lundi í Lundarreykjadal tók við keflinu. Bryndís Karlsdóttir bóndi á Geirmundarstöðum gekk einnig úr stjórninni og í stað hennar kom Sigrún Hanna Sigurðardóttir bóndi á Lyngbrekku í Dölum. Þriðji maður í stjórninni er svo Hannes Magnússon bóndi á Eystri-Leirárgörðum.

Aðspurður segir Jón formaður að eftirspurn eftir setu í stjórninni hafi verið minni en framboðið og í raun hafi hann tekið þetta verkefni að sér af brýnni þörf. „Búnaðarsamtökin líkt og Bændasamtök Íslands og búgreinafélögin eru í ákveðinni tilvistarkreppu. Það helgast af ákvörðun þess efnis að ekki var lengur hægt að skylda bændur til aðildar að þessum félögum og því hafi sjóðagjöld hrunið. Félög eins og Búnaðarsamtök Vesturlands hafa því ekki náð viðunandi fótfestu að nýju eftir þá breytingu. Það verður því verkefni okkar að ákveða næstu skref og finna félaginu tilgang í takti við hlutverk og ekki síst tekjur,“ sagði Jón í samtali við Skessuhorn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir