Þórhallur heldur hjónanámskeið næsta mánudag

„Vegna fjölmargra fyrirspurna verður nú eftir páska boðið upp á síðasta hjónanámskeið vorsins, þann 16. apríl, í Reykjavík,“ segir í tilkynningu frá Þórhalli Heimissyni. „Námskeiðið verður með hefbundnum hætti, stuttir fyrirlestrar – verkefni – æfingar og samtal. Eftir námskeiðið fá hjón með heim 7 vikna heimaverkefni. Fjallað er um ástina, samskipti, kynlífið, börnin, vinnuna, peningana, vandamál sem upp kunna að koma í sambúð – en fyrst og fremst lausnir og hvað hægt er að gera til að bæta og styrkja sambandið.“

Undanfarin ár hefur Þórhallur verið að vinna með núvitund (Mindfullness) á hjónanámskeiðunum. „Við endum námskeiðið á slökunarstund þar sem ég kenni pörunum að stilla saman anda, sál og líkama í eina einingu, mynda hringrás orku milli hvors annars og slaka fullkomlega á í einingu og nánd. Þessar æfingar hafa gefið góða raun og dýfka tilfinningu parsins fyrir hvort öðru. Í miðri æfingu förum við síðan í andlegt ferðalag og finnum okkur öruggann stað innra með okkur til að láta okkur svífa, dreyma, upplifa og finna.“

Meira en 7000 pör hafa tekið þátt í þessum námskeiðum frá árinu 1996. Námskeiðið hefst kl.19.30 og stendur til 22.00. Upplýsingar og skráning á thorhallur33@gmail.com

Líkar þetta

Fleiri fréttir