Stefnir á keppni fyrir Íslands hönd á HM og Vetrarólympíleikunum í Kína

Kristrún Guðnadóttir er tvítug að aldri, býr í Noregi og stundar nám við Íþróttaháskólann í Osló. Kristrún ólst upp í Ólafsvík en flutti ásamt fjölskyldu sinni til Noregs þegar hún var 12 ára gömul. Hún æfir á gönguskíðum af fullum krafti og á sér háleit markmið á því sviði. Hún stefnir á að keppa fyrir Íslands hönd á HM á næsta ári og að fara á næstu Vetrarólympíuleika og keppa í skíðagöngu, en leikarnir verða haldnir í Kína árið 2022.

Sjá viðtal við Kristrúnu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir