
Samfylkingin í Borgarbyggð kynnir framboðslista
Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Borgarbyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var samþykktur í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi í gær. Þær breytingar verða nú á listanum frá síðustu kosningum að Geirlaug Jóhannsdóttir sem verið hefur í efsta sæti gefur ekki kost á sér að nýju til forystu, en skipar nú heiðurssætið. Magnús Smári Snorrason sveitarstjórnarfulltrúi, sem skipaði áður annað sæti, leiðir nú listann. Í öðru sæti verður María Júlía Jónsdóttir og Logi Sigurðsson verður í þriðja sæti.
Listinn í heild sinni er þannig:
- Magnús Smári Snorrason sveitarstjórnarfulltrúi, Borgarnesi
- María Júlía Jónsdóttir hársnyrtimeistari, Borgarnesi
- Logi Sigurðsson sauðfjárbóndi, Steinahlíð í Lundarreykjadal
- Margrét Vagnsdóttir sérfræðingur á fjármálasviði við Háskólann á Bifröst
- Guðmundur Karl Sigríðarson framkvæmdastjóri Landnámsseturs Borgarnesi
- Sólveig Heiða Úlfsdóttir háskólanemi, Borgarnesi
- Jón Arnar Sigurþórsson varðstjóri, Borgarnesi
- Dagbjört Diljá Haraldsdóttir nemi við Mennntaskóla Borgarfjarðar, Borgarnesi
- Sölvi Gylfason kennari og knattspyrnuþjálfari, Borgarnesi
- Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, Borgarnesi
- Ívar Örn Reynisson framkvæmdastjóri, Ferjubakka IV
- Guðrún Björk Friðriksdóttir viðskiptafræðingur og verkefnastjóri Háskólanum á Bifröst, Skálpastöðum
- Jóhannes Stefánsson húsasmiður, Ánabrekkku
- Kristín Frímannsdóttir grunnskólakennari, Borgarnesi
- Haukur Valsson slökkviliðismaður og sjúkraflutningamaður, Borgarnesi
- Ingigerður Jónsdóttir eftirlaunaþegi, Borgarnesi
- Sveinn G. Hálfdánarson fyrrverandi formaður Stéttarfélags Vesturlands, Borgarnesi
- Geirlaug Jóhannsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi, Borgarnesi.