Sýna kvikmynd frá bresku fornbílamóti

Í kvöld klukkan 20 verður í húsnæði Fornbílafjelags Borgarfjarðar í Brákarey sýnd mynd frá brezku fornbílamóti. Þar var meðal annars sérstök kynning á völdum milli- og eftirstríðsárabílum (Classic Vintage and Post War Cars), flestir brezkir en einnig annarra landa bílar. Evrópskir eftirstríðsárabílarnir voru flestir fremur óburðugir enda var bílaiðnaðurinn í Evrópu nokkur ár að ná sér á strik eftir hildarleikinn. Talsvert barst til Íslands af þessum bílum, sér í lagi brezkum en stóðust illa samjöfnuð við þá amerísku. Húsið verður opnað kl. 19 og sýning hefst kl. 20. Sýningartími myndarinnar er u.þ.b. 53 mínútur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir