Opna Borgarfjarðarmótið í bridds

Hið árlega Opna Borgarfjarðarmót í tvímennings bridds hefst á fimmtudaginn. Spiladagar verða þrír, sá fyrsti fimmtudagurinn 12. apríl á Akranesi klukkan 19:30 og svo mánudagskvöldin 16. og 23. apríl í Logalandi en þar hefst spilamennskan að venju kl. 20:00. Það eru Bridgefélag Borgarfjarðar og Bridgefélag Akraness sem taka höndum saman um þetta árlega vormót félaganna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir