Svipmynd frá Landsmóti kvæðamanna sem haldið var á Siglufirði árið 2014.

Landssamband kvæðamanna kemur saman á Bifröst

Stemma, landssamband kvæðamanna, heldur landsmót sitt á Bifröst í Borgarfirði dagana 20. og 21. apríl næstkomandi. Meðal aðildarfélaga er Kvæðamannafélagið Snorri í Reykholti.

Dagskrá landsmótsins hefst klukkan 20 föstudaginn 20. apríl með kvæðatónleikum og verða flytjendur ýmsir kvæðamenn. Í boði á laugardaginn verða námskeið í kvæðalögum, kveðskap og bragfræði og eru allir velkomnir. Meðal dagskráratriða verður erindi Rósu Þorsteinsdóttur klukkan 9:30 um lögin, ljóðin, kvæðamenn og um notagildi bókarinnar Segulbönd Iðunnar, safn kvæðalaga og ljóða í bók sem kemur út á vordögum. Á námskeiðum um bragfræði og kvæðalög sem standa yfir frá klukkan 10:45-15:15 verður lögð áhersla á sjaldgæfa bragarhætti, og kennd kvæðalög úr Segulböndum Iðunnar sem falla að þessum bragarháttum. Klukkan 16 verður frásögn um Margréti Hjálmarsdóttur og fleiri kvæðamenn í flutningi afkomenda hennar. Milli dagskrárliða verða ýmiss borgfirsk skáld kynnt og kveðnar stemmur við kvæði þeirra.

Að sögn Báru Grímsdóttur formanns Stemmu og Kvæðamannafélagsins Iðunnar er óskað eftir að gestir skrái sig til þátttöku hjá henni fyrir 17. apríl næstkomandi í síma 694-2644 eða með tölvupósti á: bara.grimsdottir@gmail.com

Líkar þetta

Fleiri fréttir