Björg flutti varahluti yfir í nöfnu sína

Björgunarbáturinn Björg í Rifi flutti á dögunum varahluti og viðgerðarmann út í Björgu EA-7 sem er nýlegur togari í eigu Samherja. Björgunarbáturinn Björg hitti nöfnu sína rétt norðan við Rif þar sem varahlutirnir og viðgerðarmaðurinn voru fluttir á milli skipa en kælikerfi Bjargar EA var bilað. Veður var gott þennan dag og gekk ferðin hratt og vel fyrir sig. Björg EA hélt svo ferð sinni áfram áleiðis til Sandgerðis.

Líkar þetta

Fleiri fréttir