Harður árekstur

Árekstur tveggja bíla varð á fjórða tímanum síðastliðinn laugardag á þjóðveginum skammt frá Akranesi. Þrír voru í bílunum og voru allir fluttir til læknisskoðunar á sjúkrahús. Að sögn lögreglu slasaðist fólkið ekki alvarlega. Við áreksturinn valt annar bíllinn, fór yfir girðingu og hafnaði í skurði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir