Þorgrímur Einar Guðbjartsson á Rjómabúinu Erpsstöðum með íslenskt skyr í hönd. Næstkomandi sunnudag verður á Erpsstöðum opnuð sýning um íslenskt skyr.

Skyrsýning og fræðslusetur opnað á Erpsstöðum

Á Rjómabúinu Erpsstöðum í Dölum er um þessar mundir verið að leggja lokahönd á uppsetningu sögusýningar og fræðsluseturs á íslensku skyri. Sýninguna hafa þau Þorgrímur og Helga á Erpsstöðum unnið í samvinnu við Matís, Econom musee, Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur, hönnuði og Auði Lóu Guðnadóttur listamanni og verður formleg opnun næstkomandi sunnudag, 8. apríl. „Hugmyndin hefur verið að gerjast í kollinum á okkur í nokkur ár. Upphaflega byrjuðum við hér á Rjómabúinu að framleiða ís og við svoleiðis framleiðslu er nær eingöngu notaður rjóminn úr mjólkinni og því mikil undanrenna sem fellur til. Okkur langaði að nýta undanrennuna líka og fórum því að búa til skyr. Við ákváðum að framleiða þetta hefðbundna íslenska skyr sem maður var vanur í gamla daga, svona pokaskyr eins og það er gjarnan kallað,“ segir Þorgrímur í samtali við blaðamann.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir