Randi og Þytur hlaðin verðlaunum. Ljósm. bmþ.

Randi og Þytur sigurvegarar í fimmgangi

Keppt var í fimmgangi í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum í Faxaborg í gær. Þau Þytur og Randi Holaker frá Skáney vörðu með nokkrum yfirburðum verðlaunasæti sitt frá síðasta ári.

Úrslit urðu þessi:

 1. Randi Holaker og Þytur frá Skáney – 6,62
 2. Siguroddur Pétursson og Hængur frá Bergi – 6,36
 3. Líney María Hjálmarsdóttir og Þróttur frá Akrakoti – 5,93
 4. Heiða Dís Fjeldsted og Gunnrún frá Bæ 2 – 5,48
 5. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir og Bjarkey frá Blesastöðum – 5,40

 

Staðan í liðkeppninni er óbreytt eftir kvöldið, en Leiknir/Skáney náði enn einum liðaplattanum og styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar, leiðir nú með 199 stigum. Enn eru þó tvær greinar eftir og ljóst að allt getur enn gerst.

Liðakeppni, staðan eftir fjórar greinar:

 1. Leiknir/Skáney 199 stig
 2. Stelpurnar frá Slippfélaginu & Super Jeep 174 stig
 3. Berg/Hrísdalur/Austurkot 149 stig
 4. Hestaland 132 stig
 5. Childéric/Lundar/Nettó 111 stig
 6. Hrímnir 90,5 stig
 7. Fasteignamiðstöðin 68,5 stig

Þegar tvær greinar eru eftir eru enn fjórir knapar sem eiga möguleika á sigri í einstaklingskeppninni. Siguroddur sem tók forystu strax í fyrstu grein leiðir enn, en Randi skaust upp í annað sætið með sigri í fimmgangi. Þá eiga þær Ylfa Guðrún og Berglind enn möguleika.

Einstaklingskeppni, staðan eftri fjórar greinar

 1. Siguroddur Pétursson 42 stig
 2. Randi Holaker 34 stig
 3. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir 30 stig
 4. Berglind Ragnarsdóttir 20 stig
 5. Haukur Bjarnason 18 stig
 6. Páll Bragi Hólmarsson 15 stig
 7. Líney María Hjálmarsdóttir 10 stig
 8. Guðmar Þór Pétursson 10 stig
 9. Hrefna María Ómarsdóttir 9,5 stig
 10. Anna Lena Renisch 9 stig
 11. Heiða Dís Fjeldsted 7 stig
 12. Máni Hilmarsson 6 stig
 13. Halldór Sigurkarlsson 4,5 stig
 14. Elvar Logi Friðriksson 4 stig
 15. Konráð Valur Sveinsson 4 stig
 16. Valdís Björk Guðmundsdóttir 4 stig
 17. Maiju Varis 2 stig
 18. Guðjón Örn Sigurðsson 1 stig
 19. Þorgeir Ólafsson 1 stig
Líkar þetta

Fleiri fréttir