Nýtt lógó Hmf. Borgfirðings hannaði Vibeke Thoresen.

Fyrirlestur um heilbrigði hestsins og betri líðan

Áhugaverður fyrirlestur verður fluttur á vegum fræðslunefndar Hestamannafélagsins Borgarfirðings og er hann ætlaður fyrir alla sem stunda hestamennsku. „Helga Gunnarsdóttir dýralæknir kemur til okkar í félagsheimili Borgfirðings þriðjudaginn 10. apríl kl. 19:30 og verður með fyrirlestur um heilbrigði hestsins, fyrirbyggjandi aðgerðir, hvað getur þú gert til að láta hestinum líða betur og endast lengur glaður og heilbrigður,“ segir í tilkynningu.

Helga hefur einbeitt sér mikið að hestum og breytingum hestsins í gegnum árin. Hún heldur úti fésbókarsiðu: Helga Gunnarsdóttir- Dýralæknir hesta. Þar eru margir áhugaverðir pistlar um dýralækningar og dýravernd.

„Við hvetjum alla sem stunda hestamennsku til þess að koma og fræðast. þá ætla snillingarnir í Kaupfélagi Borgfirðinga að vera með eitthvað sniðugt að sýna okkur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir,“ segir í tilkynningu frá fræðslunefnd.

Líkar þetta

Fleiri fréttir