Fermingarmyndin var að sjálfsögðu tekin við veiðar og uppáhaldsáin varð fyrir valinu, Gljúfurá í Borgarfirði. Ljósm. Kristín Jónsdóttir.

„Veiðidellan byrjaði snemma“

Brynjar Halldór Sveinsson er fæddur á Akranesi í mars 2000. Hann segir móðurömmu sína hafa tekið á móti sér, klippt á naflastrenginn og baðað. „Kannski er ég þess vegna svona gömul sál,“ segir hann og brosir. „Blóðfaðir minn bjó ekki með mömmu og því var amma viðstödd. Ég eignaðist hins vegar besta pabba sem hægt er að hugsa sér, þótt hann hafi ekki búið mig til,“ bætir hann brosandi við. Við tökum tali þennan unga Borgfirðing, sem nú er búsettur á Akureyri. Áhugamál hans liggja víða og hann hefur verið óhræddur við að fræðast um margvíslega hluti af sér eldra fólki. Binni er það sem kalla mætti forfallinn veiðidellumaður og byrjaði ungur að veiða ál og silung og laxveiðigræjur voru besta fermingargjöf sem hann gat hugsað sér. En auk þess syngur Brynjar í karlakór, er í stjórn nemendafélags VMA, vinnur fyrir sér við mjaltir á Grund í Eyjafirði og stefnir á nám í málmiðn.

Sjá viðtal við Binna í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir