Sýndu Kardemommubæinn á árshátíð

Árshátíð Hvanneyrardeildar Grunnskóla Borgarfjarðar var haldin í Halldórsfjósi fimmtudaginn 22. mars síðastliðinn. Nemendur í 1. – 5. bekk sýndu leikritið Kardemommubæinn eftir Thorbjörn Egner. Kennarar og starfsmenn skólans lögðu allir hönd á plóg við uppsetningu leikritsins og nemendur stóðu sig með stakri prýði og sýndu hvernig góð samvinna getur gefið af sér góða afurð. Að lokinni sýningu var kaffihlaðborð í grunnskólahúsnæðinu þar sem foreldrar og aðrir gestir gæddu sér á veitingum foreldra og nutu samverunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir