Snæfellsnes Excursions býður upp á jöklaferðir

Ferðafyrirtækið Snæfellsnes Excursions í Grundarfirði festi nýverið kaup á snjótroðara til að bjóða upp á ferðir á topp Snæfellsjökuls. Laugardaginn 31. mars var farið í prufuferð á jökulinn í blíðskaparveðri og fékk fréttaritari Skessuhorns að fljóta með. Ferðin sjálf var frábær enda heiðskýrt og eindæma veðurblíða. Troðarinn var snöggur á toppinn þar sem útsýnið sveik engan. Hjalti Allan Sverrison var ánægður með ferðina og var spenntur fyrir sumrinu en bókanir fyrir sumarið eru vel á veg komnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir