Eyþóri Ingi á bryggjunni á Hjalteyri. Ljósm. Elvý G. Hreinsdóttir.

Vinnur við tónlist en hefur einnig ástríðu fyrir ljósmyndun

Dalamaðurinn Eyþór Ingi Jónsson lifir og hrærist í tónlist allan ársins hring ásamt því að sinna ljósmyndun af mikilli ástríðu. Eyþór er búsettur ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri þar sem hann starfar sem organisti í Akureyrarkirkju auk þess að taka að sér ýmis önnur verkefni í heimi tónlistar. Nú eru nýlega afstaðnir tónleikar í heimasveitinni þar sem fjölmenni mætti til að hlýða á Eyþór og fölskyldutríóið hans í félagsheimilinu Dalabúð. Fréttaritari Skessuhorns fékk Eyþór í létt spjall þar sem tónlistarmaðurinn var spurður út í stóru áhugamálin tvö; tónlistina og ljósmyndun. Eyþór er fæddur Dalamaður, alinn upp á bænum Sælingsdalstungu í Hvammssveit, sonur hjónanna Jóns Benediktssonar og Guðrúnar Ingvarsdóttur í Búðardal. Tónlistin vakti snemma áhuga hans og ekki langt að sækja því reglulega sá faðir hans um að þenja harmonikkuna á heimilinu og oft fylgdi Eyþór móður sinni á kóræfingar.

Sjá viðtal við Eyþór Inga í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir