Tökur í gangi í fjósinu á Erpsstöðum. Ljósm. Margret Seema Takya.

Tökur hálfnaðar á Héraðinu

Eftir velgengni Hrúta er Grímur Hákonarson kvikmyndagerðarmaður kominn af stað í tökur á Héraðinu, sinni næstu mynd í fullri lengd. Tökur fóru fram á Erpsstöðum í Dölum og í nágrenni fyrir páska og halda svo áfram á Blönduósi og Hvammstanga eftir páskafríið, en lýkur í sumar í Dölum. Héraðið er kvenhetjusaga kúabónda sem gerir uppreisn í karllægu samfélagi. Aðalhlutverkið er í höndum Arndísar Hrannar Egilsdóttur og í öðrum veigamiklum hlutverkum eru m.a. Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sigurður Sigurjónsson og Ragnhildur Gísladóttir. Kvikmyndin Héraðið er framleidd af Grímari Jónssyni hjá Netop Films í samstarfi við Profile Pictures í Danmörku, One Two Films í Þýskalandi og Haut et Court í Frakklandi.

Fréttaritari Skessuhorns sló á þráðinn til Grímars Jónssonar framleiðanda og spurði hann út í tökur í Dölunum. „Tökur ganga vel, þetta er búið að vera virkilega fínn tími hér í Dölum. Við erum sérstaklega þakklát og ánægð með hvað fólkið í heimabyggð tekur okkur vel. Þetta er svolítil innrás þegar það koma um 40 manns og snúa öllu á hvolf,“ segir Grímar.

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir