Gashylki úr rjómasprautu.

Sniffa gas úr rjómasprautum

Lögreglan á Vesturlandi varar foreldra unglinga og ungmenna við nýrri tískubylgju. „Borið hefur á því að undanförnu að ungmenni hafa verið að gera tilraunir með að komast í vímu með því að nota gashylki úr rjómasprautum. Eru þá rjómasprautur fylltar af gasi og gasið síðan sniffað með þrýstingi. Vitað er til að nokkur ungmenni hafi fallið í yfirlið eftir slíkt,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu LVL nú síðdegis í dag. Varar lögreglan við afleiðingum þessa, þær geti verið mjög alvarlegar, valdið súrefnisskorti, varanlegum skaða og jafnvel öndunarstoppi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir